Örverk um áráttur kenndir og kenjar

Screen Shot 2013-04-19 at 9.30.52 AM

“Örverk um áráttur, kenndir og kenjar” eru tilraun til þess að beita spegli leikhússins á samtímann. Við völdum okkur skissu sem form. Unnið var hratt með atburði líðandi stundar, stemningu árstíðarinnar og andrúmsloftið í samfélaginu. Sýningarnar voru stuttar, hraðar, hráar og beinskeittar, þær voru sýndar í hráu iðnaðarhúsnæði að vidstöddu stóru kvikmynda- og útsendingarteymi með stóran hluta áhorfenda sitjandi heima í stofu við tölvuskjáinn.

Verkin voru sýnd í hádeginu síðasta fimmtudag eða föstudag hvers mánaðar í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna á Granda, gömlu netagerð Hampiðjunnar,  þar sem hópurinn hafði aðstöðu árið 2010.  Hvert verk var kennt við þann mánuð sem það var flutt í.  Aðgangur að verkunum var að sjálfsögðu ókeypis í anda Áhugaleikhúss atvinnumanna. en verkin voru einnig send út í beinni útsendingu á veraldarvefnum í gegnum Netleikhúsið Herbergi 408.  Við fengum til samstarfs við okkur ungt og upprennandi kvikmyndagerðarfólk,  útskriftarnema af Lista- og fjölmiðlasviði Borgarholtsskóla. Unga fólkið sá um upptökur, beinar vefútsendingar og eftirvinnslu allra verkanna undir styrkri stjórn Hákonar Más Oddsonar kvikmyndagerðarmanns. Beinar vefútsendingar fóru fram í gegnum Listaháskóla Íslands sem hefur verið einn af stuðningsaðilum leikhússins.

Lokaverkið Desember var frumsýnt að lokinni samfelldri endursýningu allra verkanna sem átti sér stað á gamlársdag 2010 og mynduðu þá örverkin 12 eitt heildstætt verk, annál ársins  2010.

 

Í tengslum við örverkaröðina gaf Áhugaleikhús atvinnumanna út bókin „2010 Lárétt rannsókn“ sem gefur innsýn inn í vinnuna með verkin og hugmyndir listamanna leikhússins um hlutverk sviðslistarinnar í samtímanum.

2010lrtt_rannskn

Leikstjóri og höfundur:Steinunn Knútsdóttir

Leikarar:Aðalbjörg Árnadóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Halldóra Malín Pétursdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jórunn Sigurðardóttir, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson o.fl.