Jöklar Um verkið

Jöklar

 

Eftir Hrafnhildi Hagalín og Steinunni Knútsdóttur
Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín
Leikstjórn: Steinunn Knútsdóttir
Anna:  Aðalbjörg Árnadóttir
Ófeigur:  Árni Pétur Guðjónsson
Halldór:  Ársæll Níelsson
Lísa:  Halldóra Malín Pétursdóttir
Melanie Stein:  Helen Gould
Leikmynd og búningar:  Rebekka Ingimundardóttir
Rafræn leikmynd og ljósmyndun:  Snorri Gunnarsson
Kvikmyndagerð og tæknistjórn:  Hákon Már Oddsson
Tónlist:  Jarþrúður Karlsdóttir
Listrænn stöðvarstjóri Ísafjörður:  Bjarni Massi Sigurbjörnsson
Listrænn stöðvarstjóri  Seyðisfjörður:  Helgi Örn Pétursson
Listrænn stöðvarstjóri Akureyri:  Vigdís Arna Jóns Þuríðardóttir
Tæknilið:  Árni F. Sigurðsson, Eva Björk Kaaber, Kári Gunnlaugsson,
Ólafur Þór Jósefsson, Óli Finns, Saga Garðarsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir
Framkvæmdarstjóri:  Ragnheiður Skúladóttir

 

Jöklar er netleikhúsverk sem nýtir sér veraldarvefinn sem yrkisefni og leikrými. Verkið sem segir eina sögu í sex birtingarmyndum er leikið á milli landshluta og brýst út í gegnum veraldarvefinn inn í raunveruleg rými á fjórum stöðum á Íslandi og yfir hafið til Danmerkur þa sem fimmta leiksýningin fer fram.
Verkið er leikið af  fimm leikurum sem staddir eru á fjórum stöðum á Íslandi og einum í Árósum í Danmörku. Staðirnir á Íslandi eru  Reykjavík,  Ísafjörður, Hjalteyri og Seyðisfjörður. Á hverjum stað fyrir sig upplifa áhorfendur söguna útfrá þeirri persónu sem stendur frammi fyrir þeim en á netinu bætist við sjötta birtingarmyndin en þar geta áhofendur fylgst með fléttunni eins og hún leggur sig í beinni útsendingu.
Persónurnar/leikararnir hafa samskipti í gegnum veraldarvefinn þar sem samskiptin taka á sig ýmsar myndir frá bréfaskriftum til samskipta í fullri mynd þar sem tölvuskjánum er varpað á stóran flöt í rými hvers og eins.

Verkið er hægt að upplifa hvort heldur með því að sækja leiksýningarnar og/eða fara inn í netleikhúsið www.herbergi408.is og sjá hvernig allar sýningarnar fléttast saman í eina heild á tölvuskjánum.